Mads Raaschou

Eigandi Raaschou Byg & Inventar

Trésmíðafyrirtæki

Rødovre í Danmörku

45 starfsmenn

www.raaschou.as

Hugrakkur smiður í sjálfbæru umhverfi

Þegar Mads Raaschou, eigandi Raaschou Byg & Inventarsnedkeri, sá tækifæri til að innleiða stafræn vinnubrögð, hoppaði hann á það í von um að bæta reksturinn. Útkoman lét ekki á sér standa! Í dag sparar hann eina og hálfa klukkustund á viku í innsláttarvinnu.

Þegar Mads Raaschou hóf vegferð sína sem sjálfstæður atvinnurekandi árið 2002 varð öll reikningagerð, vsk-skil og annað að leiðinlegri kvöð/skyldu sem þurfti að klára eins fljótt og kostur var.

Það er því miður ennþá þannig. Eini munurinn er sá að fjöldi vinnustunda, launavinnsla og reikningagerð hefur orðið miklu auðveldara í dag. Nú hefur hann samþætt Intempus tímskráninguna við sitt bókhalds- og launakerfi.

Bókarinn notaði alla mánudaga í innslátt
Mads Raaschou byrjaði að nota bókhaldskerfi í skýinu árið 2010. Í september 2014 var Intempus samþáttað að tillögu bókarans.

“Ég hafði X fjölda starfsmanna sem allir skrifuðu tímana sína niður í litla vasaabók. Síðan eyddi bókarinn minn næstum því heilum mánudagi að slá inn tímana í kerfið. Mér fannst það alveg fáránlegt,” segir Mads Raaschou.

“Við byrjuðum á því að nota Intempus fyrir 5 starfsmenn. Það virkaði mjög vel og við völdum því að halda áfram með það. Til að byrja með eyddum við sama tíma og áður en í dag erum við að spara mikinn tíma. Það er sannarlega mikill kostur fyrir okkur.”

“Þegar ég færi starfsmenn á milli verka, er tímapunkturinn þegar ég samþykki unna tíma í Intempus. Fyrir innleiðingu á Intempus fór í það að minnsta kosti 1 ½ – 2 tímar í viku að fara yfir vinnuseðla hvers starfsmanns. Í dag eyði ég kannski 10 mínútum í það!”

Mads Raaschou, eigandi Raaschou Byg & Inventarsnedkeri 

Spara mér meira en tvær vinnuvikur á ári
Hin nýja upplýsingatækni og öppin hafa veitt öllum starfsmönnum – bæði á verkstæðinu og þeim sem eru á ferðinni – uppfærð yfirlit yfir unna tíma og verkefni. Á sama tíma sparar Mads Raaschou sér helling af tímum. Raunverulega 1½ klukkustund á viku, eða það sem gerir 2 fullar vinnuvikur á ári.

“Þegar ég færi starfsmenn á milli verka, er tímapunkturinn þegar ég samþykki unna tíma í Intempus. Fyrir innleiðingu á Intempus fór í það að minnsta kosti 1 ½ – 2 tímar í viku að fara yfir vinnuseðla hvers starfsmanns. Í dag eyði ég kannski 10 mínútum í það! Það gefur alls 1½ tíma á viku sem ég spara mér allt árið um kring,” útskýrir Mads

Meiri tími á verkstæðinu
Dags daglega er Mads á skrifstofu Raaschous í Rødovre, þar sem hann hjálpar til á verkstæðinu. Hann hefur tíma til þess nú þegar öll umsýslan tekur mun skemmri tíma í hverri viku.

“Ég er fullkomlega sáttur með að setja á mig vinnuhanskana því það er það sem ég er góður í. Ég vona líka að ég sé góður í að stjórna rekstrinum, en ég vil frekar eyða tíma á verkstæðinu öðru hverju,” segir hann brosandi og bætir við: “Og ég get sinnt umsýslunni núna á kvöldin, því það tekur engan tíma.”

Do you want to make the administrative work
a lot easier to yourself?

Do not hesitate to create an account in Intempus and try a free trial for 30 days.

If you have questions or wish to clarify some things, we are always ready to guide you.

Contact us by phone at (+45) 26 390 400 or by mail at info@intempus.dk

Top